Ársskýrsla kærunefndar jafnréttismála komin út
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Kristín Benediktsdóttir, formaður kærunefndar jafnréttismála, funduðu 8. ágúst sl. þar sem formaður kærunefndar kynnti forsætisráðherra ársskýrslu nefndarinnar fyrir 2021.
Í skýrslunni er farið yfir starfsemi nefndarinnar, málafjölda og niðurstöður, málsmeðferðatíma og aðrar tölfræðiupplýsingar vegna ársins 2021.
Þetta er í fyrsta sinn sem kærunefnd jafnréttismála skilar skýrslu um störf sín en samkvæmt lögum nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skal nefndin skila skýrslu árlega til ráðherra sem birtir hana með aðgengilegum hætti.
Skýrslan er gefin út með rafrænum hætti og má lesa hér: Ársskýrsla kærunefndar jafnréttismála