Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2022 Forsætisráðuneytið

Hádegisverðarboð í tilefni opinberrar heimsóknar forseta Eystrasaltsríkjanna

Gitanas Nausėda, forseti Litáens, Diana Nausėdienė, Sirje Karis, Alar Karis, forseti Eistlands, Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gunnar Sigvaldason, Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite.  - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð forsetum Eystrasaltsríkjanna og forseta Íslands ásamt mökum til hádegisverðar í Viðey í dag. Félagar úr Mótettukórnum fluttu í upphafi nokkur lög í Viðeyjarkirkju og svo var haldið í Viðeyjarstofu.

Forsetar Eystrasaltsríkjanna eru í opinberri heimsókn í boði forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til að minnast 30 ára sjálfstæðisafmælis. Ísland varð fyrst allra ríkja til að viðurkenna endurheimt sjálfstæðis Eistlands, Lettlands og Litáens en Ísland tók upp stjórnmálasamband við ríkin 26. ágúst 1991. Til stóð að halda upp á tímamótin á Íslandi í fyrra en því var frestað vegna heimsfaraldursins.

Katrín Jakobsdóttir: „Samskipti Íslands við Eistland, Lettland og Litáen eru okkur mikilvæg og það er óhætt að segja að vegna sögunnar skipi þau sérstakan sess í hjörtum okkar. Það er dýrmætt að fá forseta þessara ríkja hingað heim til Íslands. Það var mikilvægt að eiga samtal um stöðuna í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem og möguleika okkar á að efla enn frekar tvíhliða samskipti Íslands við öll þessi ríki.“



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta