Breytingar á skipan orðunefndar
Í samráði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, hefur verið ákveðið að skipa þau Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismann, Sigríði Snævarr, fyrrverandi sendiherra, og Sigurbjörn Árna Arngrímsson, skólameistara, í orðunefnd.
Skipunartími þriggja nefndarmanna, þeirra Guðrúnar Nordal, forstöðumanns, Jóns Egils Egilssonar, fyrrverandi sendiherra, og Svanfríðar Jónasdóttur, fyrrverandi alþingismanns, rennur senn út.
Orðunefnd fer með málefni hinnar íslensku fálkaorðu og gerir tillögur til forseta Íslands um veitingu orðunnar.