Hoppa yfir valmynd
6. september 2022 Matvælaráðuneytið

Innanlandsvog kindakjöts 2023

Matvælaráðuneytið hefur gefið út innanlandsvog kindakjöts og liggur áætlun framleiðsluársins 2022–2023 nú fyrir. Vogin skilgreinir þarfir og eftirspurn innanlandsmarkaðar eftir kindakjöti. Hún veitir einnig viðmið fyrir skiptingu álagsgreiðslna vegna gæðastýringar á þann hluta framleiðslunnar sem ætluð er fyrir innanlandsmarkað.

Innanlandsvogin tekur mið af sölu kindakjöts eftir skrokkhlutum síðastliðna 24 mánuði og söluáætlana. Gerðar eru tvær áætlanir, annars vegar fyrir dilkakjöt og hins vegar fyrir kjöt af fullorðnu fé.
    
Samhliða innanlandsvoginni hefur Matvælaráðuneytið gert spá um framleiðslu sem byggir á fjölda vetrarfóðraðra kinda og framleiðslu á hverja vetrarfóðraða kind sl. fjögur ár. Með því er einnig hægt að áætla útflutningsþörf á komandi framleiðsluári.

Dilkakjöt

Innanlandsvog fyrir dilkakjöt framleiðsluárið 2022–2023 er 6.678 tonn. Það er sú framleiðsla sem þarf til að mæta eftirspurn eftir heilum skrokkum og skrokkhlutum, þ.e. frampörtum, hryggjum, lærum og slögum. Það er eftirspurn eftir lærum sem ræður magninu en til þess að fullnægja henni er umframframleiðsla/útflutningsþörf á frampörtum, hryggjum og slögum, alls 889 tonn.

Áætluð heildarframleiðsla á dilkakjöti er 7.792 tonn og miðað við hana er útflutningsþörf alls 1.814 tonn.

 


 

Kjöt af fullorðnu

Innanlandsvog fyrir kjöt af fullorðnu fé framleiðsluárið 2022 – 2023 er 878 tonn.

Það er sú framleiðsla sem þarf til að mæta innanlandseftirspurn eftir heilum skrokkum og skrokkhlutum.  Eftirspurn eftir frampörtum ræður framleiðsluþörfinni fyrir innanlandsmarkað.  Spá um heildarframleiðslu er 1.258 tonn og heildarútflutningsþörf 412 tonn.

 

 

Þriggja ára reynsla er nú komin á útgáfu innanlandsvogar. Í meðfylgjandi töflu má sjá spár innanlandsvogar um framleiðslu og sölu bornar saman við rauntölur viðkomandi ára.

Frávikin eru mest fyrsta árið en minnka eftir því sem árunum fjölgar og bætist í upplýsingarnar sem byggt er á við gerð vogarinnar. Á framleiðsluárinu sem nú er að ljúka var framleiðsla dilkakjöts 2,1% meiri og sala 6,0% meiri en innanlandsvog gerði ráð fyrir.

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta