Hoppa yfir valmynd
8. september 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Akranes: Opnun nýrrar skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi hefur útbúið nýja skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir. Skurðstofan var opnuð formlega á dögunum að viðstöddum heilbrigðisráðherra.

Afkastageta HVE er varðar liðskiptiaðgerðir mun rúmlega tvöfaldast með tilkomu skurðstofunnar og verða um 430 aðgerðir gerðar á ári. Þörf fyrir liðskiptaaðgerðir hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er þessi skurðstofa því mikilvæg viðbót við þau úrræði sem fyrir eru til þess að bregðast við þessari þróun. Samhliða nýju skurðstofunni hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á húsnæði og búnaði handlækninga- og lyflækningadeildar HVE sl. 15 mánuði sem er mikil lyftistöng fyrir stofnunina.

Heilbrigðisráðherra og fulltrúar ráðuneytisins  kynntu sér starfsemi HVEog funduðu með framkvæmdastjórn hennar ásamt því að fagna þessum tímamótum með stjórnendum og starfsfólki . Öllum viðstöddum gafst kostur á að skoða nýju skurðstofuna undir leiðsögn bæklunarlæknanna Sverris Þórs Kiernan og Jóns Ingvars Ragnarssonar sem fræddu viðstadda um þau fjölbreyttu tæki og tól sem notuð eru í liðskiptaaðgerðum. 

Tillögur starfshóps um gæðamál tengd liðskiptaaðgerðum

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa verkefnastjórn til að meta og innleiða tillögur starfshóps um gæðamál tengd liðskiptaaðgerðum.

  • Akranes: Opnun nýrrar skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir - mynd úr myndasafni númer 1
  • Akranes: Opnun nýrrar skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir - mynd úr myndasafni númer 2
  • Akranes: Opnun nýrrar skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir - mynd úr myndasafni númer 3
  • Akranes: Opnun nýrrar skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir - mynd úr myndasafni númer 4
  • Akranes: Opnun nýrrar skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir - mynd úr myndasafni númer 5

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta