Hoppa yfir valmynd
14. september 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti í dag greinargerð um starfsemi meðferðarheimilisins í Varpholti og á Laugalandi á árunum 19972007. Helstu niðurstöður voru kynntar fyrir mennta- og barnamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrr í dag. 

Ríkisstjórn samþykkti í febrúar 2021 tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (nú Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála) yrði falið að kanna hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi á árunum 1997 til 2007 hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan á dvöl þeirra á meðferðarheimilinu stóð. 

Greinargerðin fer ítarlega yfir starfsemi meðferðarheimilisins á tímabilinu. Birtingin snertir fjölda einstaklinga, einkum þau sem dvöldu á heimilinu og býðst þeim stuðningur í Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hægt er að hafa samband við Bjarkarhlíð í síma 553-3000. Enn fremur mun Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála bjóða hlutaðeigandi samtal um niðurstöðurnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta