Hoppa yfir valmynd
16. september 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Evrópsk samgönguvika hefst í dag

„Virkari samgöngur“ er þema Samgönguviku í ár, en hún er sett 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september.

Yfirskrift Samgönguviku  er  Veljum fjölbreytta ferðamáta og þema ársins 2022 er Virkari samgöngur.  Vísar yfirskrift Samgönguvikunnar til þess ávinnings sem er af því að einskorða sig ekki við eina tegund samgangna heldur nýta til fulls þá möguleika sem ólíkir samgöngumátar bjóða upp á.

Viðburðir verða haldnir á vegum félagasamtaka og sveitarfélaga, en nálgast má upplýsingar um dagskrá vikunnar hér á vef Stjórnarráðsins, á heimasíðum sveitarfélaganna, auk Facebook síðu vikunnar.

Meðal annars verður efnt til hjólaævintýris á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er til samhjóls og verða sveitarfélögin tengd saman í þremur hjólalestum sem hjóla frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ. Á Akureyri verður svo efnt til stóra hjóladagsins.

Vikan endar svo á Bíllausa deginum, 22. september, þegar almenningur er hvattur til þess að skilja bílinn eftir heima og til að auðvelda það býður Strætó ókeypis í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Samgöngustofa mun svo standa fyrir Umferðaþingi föstudaginn 23. september.

Dagskrá Evrópskrar samgönguviku 2022

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta