Hoppa yfir valmynd
16. september 2022 Forsætisráðuneytið

Teitur Björn Einarsson ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar

Teitur Björn Einarsson - mynd

Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Mun hann m.a. sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum.

Teitur Björn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá febrúar sl. en áður starfaði hann sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni og sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er nú varaþingmaður flokksins.

Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru nú þrír talsins í samræmi við heimild í lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Henný Hinz er aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftslagsmála og Dagný Jónsdóttir aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta