Hoppa yfir valmynd
21. september 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í Washington D.C.

Á fundi Katrínar og Pelosi, sem fór fram á skrifstofu þingforsetans í þinghúsinu á Capitol Hill, var rætt um tvíhliða samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Fram kom að ríkin eiga náið og traust samstarf sem hefur bæði dýpkað og breikkað á síðustu árum, og er samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála og norðurslóða dæmi um það. Þá ræddu þær málefni Úkraínu, loftslagsmál og réttlát umskipti og það bakslag sem hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim.

Í kjölfarið átti forsætisráðherra fund með Angus King og Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmönnum Maine og Alaska og ræddu þau meðal annars frumvarp þingmannanna um Norðurslóðir.

  • Forsætisráðherra fundaði með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings - mynd úr myndasafni númer 1
  • Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angus King, öldungadeildarþingmaður Maine. - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta