Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í tvö embætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar þann 15. júlí 2022. Mun annar dómarinn hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en hinn við Héraðsdóm Reykjavíkur en í báðum tilvikum er um að ræða embætti sem munu sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. Skipað verður í embættin frá 1. október 2022.
Það er niðurstaða dómnefndar að Þorsteinn Magnússon sé hæfastur umsækjenda og að Karl Gauti Hjaltason og Þórhallur Haukur Þorvaldsson séu næst hæfastir til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.