Hoppa yfir valmynd
26. september 2022 Innviðaráðuneytið

Konum fjölgar í Siglingaráði

Fimm konur og sex karlar sátu fund Siglingaráðs í haust. - mynd

Á nýafstöðnum fundi fagráðs um siglingamál, Siglingaráði, sem fram fór í Snæfellsbæ í haust, varð sá merkisatburður að tæpur helmingur ráðsmanna var konur. Það mjakast því í jafnréttisátt í siglingum.

Í engri starfsstétt á Íslandi er hlutfall kvenna jafnlágt og á sjó. Eitt af verkefnum Siglingaráðs er því að leita leiða til að gera störf til sjávar eftirsóknarverð fyrir konur. Fræðsla hefur verið aukin, ráðstefnur haldnar í þessu skyni, auk virkrar þátttöku í starfi Samtaka kvenna í sjávarútvegi og öðrum tengslanetum kvenna í greininni.

Á fundi Siglingaráðs í haust voru ellefu fulltrúar, fimm konur og sex karlar. Þau stilltu sér upp til myndatöku af þessu tilefni. Frá vinstri eru: Ásta Þorleifsdóttir sérfræðingur í innviðaráðuneytinu og varaformaður Siglingaráðs, Björn Arnaldsson hafnarstjóri í Snæfellsbæ og fulltrúi Hafnasambandsins, Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda, Hrefna Karlsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Ásgrímur L. Ásgrímsson frá Landhelgisgæslu Íslands, Eyþór H. Ólafsson Samtökum verslunar og þjónustu, Þorsteinn Þorkelsson Samgöngustofu, Kristín Helga Markúsdóttir frá Samgöngustofu, Páll Ægir Pétursson frá Félagi skipstjórnarmanna, Rannveig Grétarsdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Birna Ragnarsdóttir frá Samtökum verslunar og þjónustu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta