Hoppa yfir valmynd
26. september 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir - innleiðing Evróputilskipunar

Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir. Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tilskipun 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum. Helstu breytingarnar varða:

  • Innihaldsefni og losun.
  • Auknar kvaðir um skýrslugjöf á framleiðendum og innflytjendum.
  • Merkingar og umbúðir tóbaksvara.
  • Bann við að setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði.
  • Skyldu um að leggja fram tilkynningu um nýjar tóbaksvörur sem eiga að fara á markað og aðrar vörur sem tengjast tóbaksvörum.

Með tilskipuninni er lagt áframhaldandi bann við því að setja munntóbak á markað. Slíkt bann hefur verið í gildi hér á landi frá árinu 1996, en ákvæði þess efnis var sett með lögum nr. 101/1996. Auk þess verða einnig óbreytt ákvæði tóbaksvarnalaga meðal annars um sýnileikabann, auglýsingabann og um takmarkanir á tóbaksreykingum.

Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 10. október næstkomandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta