Brynhildur ráðin framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar
Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu, var ráðinn framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar (NAFO) á ársfundi stofnunarinnar sem var haldinn var dagana 19.-23. september sl.
Hlutverk NAFO er svæðisbundin fiskveiðistjórnun á NV-Atlantshafi. Aðildarþjóðir NAFO eru 13 að Íslandi meðtöldu, og nær samningssvæði stofnunarinnar yfir hafsvæðið utan landhelgi Kanada á NV-Atlantshafi. Markmið NAFO er að tryggja langtímavernd og sjálfbæra nýtingu fiskveiðiauðlindanna á samningssvæðinu og standa vörð um vistkerfi hafsins.
Brynhildur er hagfræðingur að mennt með diplómanám í hafrétti, og hefur nýlokið meistaranámi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur unnið störf tengd sjávarútvegi í tugi ára, en frá 2008 hefur hún gengt starfi sérfræðings og samningamanns á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Brynhildur hefur verið fulltrúi í og leitt sendinefndir Ísland á alþjóðavettvangi í sjávarútvegi. Þar á meðal í norrænu ráðherranefndinni, OECD, ICCAT, NEAF, NAFO og FAO ásamt WTO og á vettvangi SÞ auk þess að vinna að fiskveiðistjórnun innanlands.
Skrifstofa NAFO er í Halifax í Kanada og mun Brynhildur hefja störf þar um áramót.