Hoppa yfir valmynd
3. október 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra samþykkir nýtt skipurit MVF

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur samþykkt nýtt skipurit menningar- og viðskiptaráðuneytis sem tók gildi 1. október.

 

Samkvæmt nýju skipuriti færast verkefni málaflokka fjölmiðla og ferðamála á milli skrifstofa og þær fá því ný heiti:

 

  • Skrifstofa menningar og fjölmiðla sem stýrt er af Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, skrifstofustjóra
  • Skrifstofa viðskipta og ferðamála sem stýrt er af Ingva Má Pálssyni, skrifstofustjóra

 

Skrifstofur verðmætasköpunar og fjármála og gæðamála starfa þvert á ráðuneytið.

Hér fyrir neðan má sjá nýtt skipurit.

 

 

 

Um menningar- og viðskiptaráðuneytið:

Hlutverk menningar- og viðskiptaráðuneytis er að skapa menningarstarfi, viðskiptalífi og ferðaþjónustu umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið.

Helstu málefni sem ráðuneytið fer með eru menningarmál og málefni íslenskrar tungu, neytenda- og samkeppnismál, ferðaþjónusta, fjölmiðlar og skapandi greinar, almenn viðskiptamál og ríkisaðstoð.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands  (31.1.2022).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta