Hoppa yfir valmynd
3. október 2022 Matvælaráðuneytið

Rebekka ráðin til matvælaráðuneytisins í verkefnið „Auðlindin okkar“

Rebekka Hilmarsdóttir - mynd
Rebekka Hilmarsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegs til að hafa umsjón með vinnu við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í tengslum við stefnumótun matvælaráðherra í sjávarútvegi á kjörtímabilinu. Hún mun starfa með fjórum starfshópum matvælaráðherra við endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni ásamt samráðsnefnd um stefnumótun í sjávarútvegi - Auðlindin okkar.

Hóparnir og nefndin eru skipuð af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hlutverk hópanna er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir fjórir sinna afmörkuðum sviðum og bera heitin Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri.

Rebekka er lögfræðingur að mennt og lauk ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2011. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnsýslu og hefur síðustu fjögur ár gegnt starfi bæjarstjóra Vesturbyggðar. Þar áður starfaði Rebekka í sex ár sem sérfræðingur á skrifstofu landbúnaðar í forvera matvælaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta