Hoppa yfir valmynd
11. október 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Leiðbeinandi álit vísindasiðanefndar um upplýst samþykki

Vísindasiðanefnd hefur gefið út leiðbeinandi álit um upplýst samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsóknum. Nefndin stóð fyrir málþingi um þetta efni í apríl síðastliðnum þar sem fjallað var um lög, reglur og sjónarmið sem gilda í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði. Álitinu er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir ábyrgðarmenn vísindarannsókna og einnig upplýsandi fyrir þátttakendur í slíkum rannsóknum.

Eins og fram kemur í leiðbeinandi áliti vísindasiðanefndar er eitt af lögbundnum hlutverkum hennar að taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði. Liður í því er að birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Eitt veigamesta hlutverk þeirra laga sem gilda um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði er að vernda hagsmuni þátttakenda, líkt og fram kemur í álitinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta