Hoppa yfir valmynd
13. október 2022 Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norræn skýrsla um samþætta heilbrigðis- og félagsþjónustu í dreifðum byggðum

Mynd af titilsíðu skýrslunnar um samþætta heilbrigðis- og félagsþjónustu í dreifðum byggðum - myndMynd: Norræna velferðarmiðstöðin

Vakin er athygli á nýrri skýrslu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu í dreifðum byggðum. Í skýrslunni er fjallað um fimm dæmi slíkrar samþættingar í tilteknum umdæmum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi þar sem segir frá undirbúningi að slíkri samþættingu í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

Skýrslan er afurð norræna samstarfsverkefnis iHAC (Integrated healthcare and care) sem Svíar leiða. Markmiðið er að sýna hvernig unnt sé að samþætta í auknum mæli heilbrigðis- og félagsþjónustu, þvert á skipulagsheildir, og nýta stafrænar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu til að mæta betur þörfum notenda.

Skýrslan heitir Integrated Healthcare and Care through distance spanning solutions – for increased service accessibility. Í henni er fjallað um kjarnann í vinnu samþættingar þvert á skipulagsheildir og stjórnsýslustig svo hún verði árangursrík. Þar eru talin þrjú lykilatriði sem felast í a) samskiptum og miðlun þekkingar, b) sameiginlegum markmiðum og c) trausti milli aðila.

Samþættingarverkefnin fimm sem fjallað er um í skýrslunni draga vel fram þær áskoranir sem í þeim felast, ekki síst þá breyttu aðferðafræði stjórnunar sem samþættingin krefst þegar um er að ræða verkefni á mismunandi stjórnsýslustigum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta