Hoppa yfir valmynd
13. október 2022 Utanríkisráðuneytið

Samstarf Íslands og Noregs á vettvangi norðurslóðafræða endurnýjað

Eivind Vad Petersson og Martin Eyjólfsson undirrita viljayfirlýsinguna. - myndUtanríkisráðuneytið

Tvíhliða samstarf Íslands og Noregs á vettvangi norðurslóðafræða var endurnýjað til næstu fjögurra ára við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag að viðstöddum Hákoni krónprinsi Noregs og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Ráðuneytisstjórar utanríkisráðuneyta Noregs og Íslands, Eivind Vad Petersson og Martin Eyjólfsson undirrituðu viljayfirlýsinguna. Rektorar háskólans í Tromsö og Háskólans á Akureyri Dag Rune Olsen og Eyjólfur Guðmundsson ávörpuðu samkomuna.

Samstarf Noregs og Íslands á vettvangi norðurslóða hófst formlega haustið 2011 er þáverandi utanríkisráðherrar landanna, Jonas Gahr Støre og Össur Skarphéðinsson undirrituðu fyrstu viljayfirlýsingu um slíka samvinnu. Í kjölfarið fylgdi samningur um tvíþætt samstarf, annars vegar um gistiprófessorsstöðu til allt að 24 mánaða, við Háskólann á Akureyri, Nansen prófessorsstöðuna. Hins vegar er um að ræða styrktarsjóð sem Rannís hefur umsýslu með og styrkir frumkvæði til norsk-íslenskrar samvinnu á sviði norðurslóðafræða.

Á þeim rúma áratug sem liðinn er hafa starfað sex Nansenprófessorar og um hundrað samstarfsverkefni hafa verið styrk.

Á morgun 14. október, kl. 15:05, er ennfremur á dagskrá Hringborðs norðurslóða, pallborð þar sem tveir styrkþegar ásamt núverandi og fyrrverandi Nansen prófessorum ræða árangur norsk-íslenska samstarfsins.

  • F.v. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra,  Eivind Vad Petersson, ráðuneytisstjóri norska utanríkisráðuneytisins og Hákon krónprins Noregs - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta