Hoppa yfir valmynd
14. október 2022

Sendiherra afhendir forseta Sviss trúnaðarbréf

Ignazio Cassis, forseti Sviss og Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Sviss. - mynd

Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Sviss og fastafulltrúi gagnvart alþjóðastofnunum í Genf, afhenti Ignazio Cassis, forseta Sviss, trúnaðarbréf síðastliðinn þriðjudag.

Við það tilefni ræddu Einar og Cassis, sem enn fremur gegnir embætti utanríkisráðherra, samstarf ríkjanna á vettvangi EFTA og á norðurslóðum. Horfur öryggismála í Evrópu og samráð Íslands og Sviss á sviði mannréttindamála bar einnig á góma.

Forsetar Sviss eru kjörnir af sambandsþingi ríkisins úr hópi starfandi ráðherra og gegna embætti til eins árs í senn.

  • Ignazio Cassis, forseti Sviss og Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Sviss. - mynd
  • Sendiherra afhendir forseta Sviss trúnaðarbréf - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta