Mælt með ferðamannabólusetningum við barnaveiki og mænusótt
Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu gegn barnaveiki og mænusótt fyrir öll ferðalög út fyrir landsteinana, fyrir 24 ára og eldri sem ekki hafa fengið slíkar bólusetningar á síðastliðnum 10 árum. Ástæðan er fjölgun tilvika barnaveiki í Evrópu það sem af er ári og dreifing mænusóttarveiru í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Heilsugæslan og aðilar sem sinna ferðamannaheilsuvernd sinna bólusetningum.