Hoppa yfir valmynd
26. október 2022 Matvælaráðuneytið

Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði

Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - myndHalldór Sveinbjörnsson
Góð mæting var á fund sem haldinn var í gær í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins Auðlindarinnar okkar. Einnig fylgdist fjöldi manns með fundinum í streymi á netinu og var góð þátttaka í umræðum bæði í sal og í gegnum streymi.

Fundarstjóri fundarins á Ísafirði var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar hélt erindi um verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópanna Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni.

Auk þeirra fjölmörgu sem tjáðu sig úr sal tóku þátt í fundinum þau Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytis, Catherine Chambers, rannsóknarstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og fulltrúi í hópnum Samfélag, Halla Jónsdótti úr starfshópnum Umgengni og framkvæmdastjóri Optitog, Katrín Júlíusdóttir úr starfshópnum Samfélag og fyrrum ráðherra og Óskar Veigu Óskarsson úr starfshópnum Tækifæri og sölustjóri Marel.

Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem haldnir verða á landsbyggðinni, næstu fundir verða haldnir á Valhöll á Eskifirði 1. Nóvember, Akóges-salnum í Vestmannaeyjum 8. nóvember og Hofi, Akureyri 15. nóvember. Öll þau sem láta sig málefni auðlindarinnar og sjávarútvegsins varða eru hvött til að fylgjast með fundunum, hægt verður að senda inn athugasemdir og fyrirspurnir í streymi.

Sjá nánar á audlindinokkar.is.
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 1
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 2
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 3
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 4
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 5
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 6
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 7
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 8
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 9
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 10
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 11
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 12
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 13
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 14
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 15
  • Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði - mynd úr myndasafni númer 16

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta