Hoppa yfir valmynd
28. október 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka

Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um styrki vegna verkefna á sviði heilbrigðismála. Í ár leggur heilbrigðisráðherra áherslu á að styrkja verkefni sem stuðla að jöfnu aðgengi.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru veittir styrkir til verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Styrkirnir eru meðal annars veittir til verkefna sem felast í því að:

  • Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi

  • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna

  • Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is)

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 30. nóvember næstkomandi.

Úthlutað verður eigi síðar en 1. mars 2023.

Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti lýkur verður ekki tekin til umfjöllunar. Ekki verður tekið við umsóknum um rekstrarstyrki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta