Hoppa yfir valmynd
31. október 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr samningur um sálfræðiþjónustu

     - myndStjórnarráðið

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert nýjan rammasamning um sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Samningurinn hefur verið uppfærður með það að leiðarljósi að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samningurinn nær núna til allra aldurshópa og stuðlar að fjölbreyttari þjónustu. Einnig standa vonir til þess að fleiri sálfræðingar sjái sér fært að starfa samkvæmt nýjum samningi þar sem viðmiðum um starfsreynslu hefur verið breytt.

Áfram tekur samningurinn til  þjónustu sem verið hefur samningsbundin um árabil og tekur til sálfræðimeðferða við börn og unglinga sem eru með alvarlegar geð-, hegðunar- og þroskaraskanir. Nýjung í samningnum er að við bætist þjónusta við einstaklinga á öllum aldri vegna gruns eða staðfestrar greiningar á vægum eða meðalalvarlegum kvíða eða þunglyndi. Í öllum tilvikum er þjónustan veitt á grundvelli tilvísana. 

Fjarheilbrigðisþjónusta

Samningurinn kveður á um möguleika þess að veita fjarheilbrigðisþjónustu. Með því er stutt við nútímavæðingu þessara mikilvægu heilbrigðisþjónustu og jafnara aðgengi að henni óháð staðsetningu. 

Gildistaka

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samninginn og hefur hann þegar tekið gildi. Sálfræðingar sem áttu aðild að eldri samningi verða sjálfkrafa aðilar að þeim nýja. Aðrir sálfræðingar sem uppfylla skilyrði samningsins og vilja gerast aðilar að honum þurfa að senda um það erindi til Sjúkratrygginga.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta