Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Nýtt skipurit Landspítala tekur gildi 1. janúar 2023

Breytingar verða á stjórnskipulagi Landspítala með nýju skipuriti sem tekur gildi um næstu áramót. Megináherslan í nýju stjórnskipulagi er að styrkja klíníska starfsemi spítalans með því að færa aukið umboð og ákvörðunarvald nær framlínu þar sem þjónustan er veitt. Þverfagleg klínísk starfsemi allra fagstétta spítalans fái þannig styrkari grunn til að eflast.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, kynnti nýtt skipurit fyrir heilbrigðisráðherra í vikunni. Þar gerði hann grein fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki breytingunum og ávinningnum sem þær eiga að skila. Stjórn Landspítala hefur farið yfir og samþykkt tillögu að breyttu skipulagi og fagráð spítalans gefið álit sitt.

Eftirfarandi eru nokkur áhersluatriði og breytingar sem felast í nýja skipuritinu sem tekur gildi 1. janúar 2023:

  • Aukin ábyrgð og umfang fært til klínískra stjórnenda í framlínu.
  • Framkvæmdastjórar klínískra sviða bera ábyrgð á rekstri, faglegri samhæfingu og gæðum og öryggi þjónustu sinna sviða auk þess að styðja við kennslu og vísindastarfsemi.
  • Áhersla lögð á hlutverk framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjóra lækninga og þeim veitt aukin ábyrgð.
  • Sameining skurðlækningaþjónustu og skurðstofustarfsemi.
  • Hjarta- og æðaþjónusta og krabbameinsþjónusta verður sameinuð í eitt svið.
  • Sameining á klínískri rannsóknarstarfsemi og klínískri stoðþjónustu m.a. lyfja- og næringarþjónustu.
  • Sameining fjármála og mannauðsmála á skrifstofu undir stjórn framkvæmdastjóra rekstrar og mannauðs sem að enn fremur verður falin stýring á framleiðni spítalans og almennri stoðþjónustu.
  • Ný staða framkvæmdastjóra þróunar með veigamikið hlutverk varðandi framþróun í stafvæðingu og nýtingu gagna sem og uppbyggingu í starfsemi dag- og göngudeilda auk undirbúnings vegna nýs Landspítala við Hringbraut.
  • Forysta vísindastarfsemi flutt undir forræði forstjóra vegna aukinnar áherslu á eflingu vísindastarfs.

Nánari umfjöllun í forstjórapistli Runólfs Pálssonar á vef Landspítala

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta