Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Auglýsingin hefur verið birt á starfatorg.is. Verksvið skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu er annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónusta auk eftirmeðferðar og endurhæfingar, sjúkraflutninga, þjónustu hjúkrunarheimila og dagdvalar aldraðra. Skipulag skrifstofunnar byggir á þjónustuflokkum og snýr auglýst starf fyrst og fremst að endurhæfingarþjónustu innan sem utan stofnana.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð á sviði heilbrigðisþjónustu.
  • Eftirfylgni aðgerðaáætlana á sviði heilbrigðisþjónustu.
  • Samskipti við stofnanir heilbrigðisráðuneytis og þjónustuveitendur.
  • Svörun stjórnsýsluerinda. Hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu og stefnumótunar er æskileg.
  • Þekking og reynsla af starfssviði endurhæfingar.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Metnaður og vilji til að ná árangri.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt hæfni í verkefnastjórnun.
  • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.11.2022

Nánari upplýsingar veitir

Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri - [email protected]
Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri - [email protected]

Smelltu hér til að sækja um starfið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta