Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2022 Matvælaráðuneytið

Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar

Fjölbreyttur hópur fundarfólks tók þátt í umræðum á fjórða og síðasta fundi fundaraðarinnar Auðlindin okkar sem haldinn var 15. nóvember í Hofi á Akureyri.

Fundargestir höfðu margt að ræða en þar voru mættir fulltrúar stórra útgerðarfyrirtækja, smábátasjómenn, fulltrúar sveitarfélaga og almennir borgarar. Meðal umræðuefna á fundinum var samþjöppun í sjávarútvegi, áhrif byggðapotta á sjávarbyggðir, strandveiðar, mikilvægi vísinda og rannsókna, skattspor fyrirtækja og álagning veiðigjalda á ólíkar tegundir afla.

Einnig var rætt um áhrif óvissu á framtíðarfjárfestingar í sjávarútvegi, mikilvægi þess að tryggja nægt hráefni svo unnt sé að starfa við sjávarútveg allt árið um kring, samspil sjávarútvegs og rekstur hafnasjóða, tækifæri til að efla menntun í sjávarútvegi, loftlagsmál og mengun hafsins.

Líkt og á fundunum á Ísafirði, Eskifirði og Vestmannaeyjum var þátttaka góð í umræðum, bæði í sal og í gegnum streymi. Á fimmta þúsund áhorfenda hafa nú fylgst með streymi frá fundaröðinni.

Fundarstjóri var Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Rebekka Hilmarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar, kynnti verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópanna Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra kynnti starfsemi samtakanna og samspil þeirra við sjávarútveg á svæðinu.

Auk fjölmargra fundargesta sem tóku þátt í umræðum tóku einnig þátt í fundinum þau Ingunn Agnes Kro, formaður starfshópsins Tækifæri, Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður starfshópsins Aðgengi, Freydís Vigfúsdóttir, fulltrúi í starfshópshópnum Umgengni og Hreiðar Þór Valtýsson, fulltrúi í starfshópnum Samfélag.

Vinnuhóparnir eru um þessar mundir að ljúka viðtölum við hagaðila og úrvinnslu á þeim. Við þá vinnu munu hóparnir m.a. nýta það efni sem fram hefur komið á opnu fundunum. Greinargerð hefur verið birt í samráðsgátt um stöðu vinnu við sjávarútvegsstefnu matvælaráðherra og gefst þar öllum kostur á að koma á framfæri hugmyndum og athugasemdum sem nýst geta við stefnumótunina. Frestur til að veita umsögn er til og með 20. nóvember 2022. Gert er ráð fyrir að endanlegar afurðir úr verkefninu líti dagsins ljós sem frumvörp til Alþingis vorið 2024.

Vakin er athygli á því að unnt er að koma á framfæri frekari ábendingum og upplýsingum sem kunna að nýtast í verkefninu í gegnum netfangið [email protected].

Streymi og upptökur af fundunum má nálgast á audlindinokkar.is

  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 1
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 2
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 3
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 4
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 5
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 6
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 7
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 8
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 9
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 10
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 11
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 12
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 13
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 14
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 15
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 16
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 17
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 18
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 19
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 20
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 21
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 22
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 23
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 24
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 25
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 26
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 27
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 28
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 29
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 30
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 31
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 32
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 33
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 34
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 35
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 36
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 37
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 38
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 39
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 40
  • Góð mæting í Hofi á fundi Auðlindarinnar okkar - mynd úr myndasafni númer 41

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta