Forsætisráðherra Finnlands í vinnuheimsókn til Íslands
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn 22. nóvember nk.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun taka á móti forsætisráðherra Finnlands í Norræna húsinu kl. 11:00 þar sem forsætisráðherrarnir munu eiga tvíhliða fund.
Klukkan 12:30 til 13:15 munu forsætisráðherrarnir halda í Þjóðminjasafnið þar sem þær munu eiga hádegisspjall um stórar áskoranir og tækifæri samtímans. Heimir Már Pétursson stýrir umræðum og er viðburðurinn á vegum forsætisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og skráning fer fram hér.