Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra Finnlands í vinnuheimsókn til Íslands

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn 22. nóvember nk.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun taka á móti forsætisráðherra Finnlands í Norræna húsinu kl. 11:00 þar sem forsætisráðherrarnir munu eiga tvíhliða fund.

Klukkan 12:30 til 13:15 munu forsætisráðherrarnir halda í Þjóðminjasafnið þar sem þær munu eiga hádegisspjall um stórar áskoranir og tækifæri samtímans. Heimir Már Pétursson stýrir umræðum og er viðburðurinn á vegum forsætisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og skráning fer fram hér. 

Að auki verður viðburðinum streymt hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta