Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2022 Matvælaráðuneytið

Skilvirkari gagnaöflun og vinnsla lykilatriði fyrir sjávarútveginn

Skilvirkari gagnaöflun og vinnsla lykilatriði fyrir sjávarútveginn - myndiStock/Yvonne Wacht
Matvælaráðuneytið og Intellecta hafa gert með sér samning um markvissari og skilvirkari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi. Þetta var kynnt á fjórða fundi samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem haldinn var 16. nóvember sl. Nefndin hefur yfirsýn yfir starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar.

Í kringum sjávarútveg og tengdar greinar verður til mikið magn af gögnum sem skila sér ekki alltaf á sömu staði og nýtast því ekki sem skyldi. Um er að ræða gögn frá rekstraraðilum, stjórnsýslunni og rannsóknargögn sem má nýta betur en nú er gert. Með aukinni þróun í gervigreind við gagnaúrvinnslu hafa orðið til nýir möguleikar til gagnaöflunar og upplýsingagjafar sem draga úr kostnaði og tryggja meiri áreiðanleika. Niðurstöður verkefnisins munu nýtast í vinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar, Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni.

Næsti fundur samráðsnefndar mun fara fram 17. janúar nk. og verða þá kynntar bráðabirgðaniðurstöður starfshópanna fjögurra.

Nánari upplýsingar um verkefnið Auðlindin okkar má finna hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
14. Líf í vatni
17. Samvinna um markmiðin
12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta