Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Krafa um endurmenntun vegna verðbréfaréttinda (áður próf í verðbréfaviðskiptum)

Prófnefnd verðbréfaréttinda vekur athygli á því að þeim sem öðlast hafa verðbréfaréttindi er skylt að sækja árlega endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum.

Endurmenntun vegna verðbréfaréttinda skal að lágmarki svara til tveggja klukkustunda á ári og samtals sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili og skulu að lágmarki fjórar klukkustundir vera staðfestanlegar, t.d. með skriflegri staðfestingu námskeiðshaldara eða frá viðkomandi háskóla ef um er að ræða kennslustörf eða fyrirlestrahald á háskólastigi.

Endurmenntunartímabil þeirra sem öðlast hafa réttindi hefst 1. janúar árið eftir að þau voru veitt. Endurmenntunartímabil allra þeirra sem öðluðust réttindin fyrir árslok 2021, þ.m.t. vegna þeirra voru með próf í verðbréfaviðskiptum, hófst því 1. janúar 2022.

Þeir sem hafa verðbréfaréttindi skulu halda skrá um endurmenntun sína og afhenda prófnefnd verðbréfaréttinda hana, á því formi sem nefndin ákveður, óski nefndin eftir því.

Þeir sem standa fyrir námskeiði eða ráðstefnu geta óskað eftir staðfestingu frá prófnefnd verðbréfaréttinda á því að viðkomandi námskeið eða ráðstefna teljist til endurmenntunar.

Á vefsíðu prófnefndar er að finna lista yfir námskeið/ráðstefnur sem prófnefnd hefur staðfest að teljist til endurmenntunar.

Í 8. og 9. gr. reglugerðar um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021, er nánar fjallað um endurmenntun vegna verðbréfaréttindaprófs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta