Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaþing hefst á morgun

 

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnar Matvælaþing í Silfurbergi í Hörpu á morgun 22. nóvember.

Þingið er nú haldið í fyrsta sinn og munu þar koma saman undir einu þaki fulltrúar allra þeirra greina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi.

Á þinginu mun matvælaráðherra kynna drög að matvælastefnu fyrir Ísland, en og þinginu er ætlað að vera vettvangur samræðu og rýni hagaðila og áhugasamra um stefnuna.

Auk erindis matvælaráðherra munu þau Olga Trofimtseva fyrrum landbúnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland flytja erindi.

Á þinginu verða einnig pallborðsumræður byggðar á málefnum nýrrar matvælastefnu. Þátttakendur eru fjölbreyttur hópur og koma úr ólíkum áttum. Stjórnandi ráðstefnunnar er Brynja Þorgeirsdóttir.

Að matvælaþingi loknu mun ráðuneytið vinna úr þeirri umræðu sem á sér stað á þinginu áður en matvælastefnan verður sett í samráðsgátt stjórnvalda. Í kjölfarið verður unnin þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi.

Húsið opnar kl. 08:45 og stendur þingið til 16:00.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
9. Nýsköpun og uppbygging
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
14. Líf í vatni
15. Líf á landi
17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta