Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, setti Matvælaþing 2022 í morgun
Fullur salur er í Silfurbergi í Hörpu þar sem samankomnir eru fulltrúar allra þeirra greina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Einnig er finna meðal þinggesta fjölbreyttan hóp fulltrúa félagasamtaka og stofnana sem tengjast matvælum á einn eða annan hátt. Sýnir fjölbreytnin vel áhuga fólks á málefninu.Þetta er í fyrsta sinn sem Matvælaþing er. haldið hér á landi.
Nýverið voru birt drög að matvælastefnu fyrir Ísland. Þessu fyrsta Matvælaþingi er ætlað að skapa vettvang fyrir áhugasöm, til að taka þátt í að móta heildarsýn fyrir málaflokkinn til framtíðar. Tækifærin eru mörg, en áskoranirnar líka. Því er mikilvægt að vel takist til, við mótun þessarar stefnu og að raddir sem flestra fái að heyrast.
„Það er mín von að umræðurnar á þinginu verði opinskáar og gagnrýnar og miði að því að móta matvælastefnu sem getur orðið leiðarljós næstu áratugi,“ sagði Svandís í opnunarávarpi sínu.„Stjórnvöld þurfa að hvetja enn frekar til og þrýsta á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með orkuskiptum og breyttum framleiðsluháttum. Jafnframt þarf að vakta og bregðast við mögulegum áhrifum loftslagsbreytinga á lífríkið, matvælaframleiðslu og fæðuöryggi,“
Í drögum að matvælastefnu er sett fram framtíðarsýn í 10 liðum, stefnuna má skoða hér
Matvælaþingi lýkur klukkan 16.00 í dag. Hægt er að fylgjast með á streymi á matvaelathing.is, Vísi, Mbl.is, Rúv og Facebooksíðu matvælaráðuneytisins.