Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2022 Forsætisráðuneytið

Tíu hjálparsamtök fá styrk í aðdraganda jóla

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að veita 7,5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til tíu hjálparsamtaka sem starfa hér á landi. Undanfarin ár hafa hjálparsamtök verið styrkt með þessum hætti í aðdraganda jóla.

Fjárhæðin skiptist jafnt á milli hjálparsamtakanna tíu en þau eru Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Akraness, Rauði krossinn á Íslandi og Samhjálp.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta