Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Seinni úthlutun Æskulýðssjóðs 2022

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur samþykkt tillögu Æskulýðssjóðs um seinni úthlutun þessa árs. Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og -samtaka.

Æskulýðssjóður hefur stutt við margvísleg verkefni frá stofnun hans árið 2008. Við úthlutun er einkum horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra, eða sem varða þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar, þróunar- og samstarfsverkefni.

„Það skiptir miklu máli að stuðla að fjölbreyttum verkefnum með virkri þátttöku barna og ungmenna. Það endurspeglast sérstaklega í úthlutun Æskulýðssjóðs þar sem glöggt má sjá þá grósku sem er til staðar meðal æskulýðsfélaga á Íslandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Alls var úthlutað 3,1 m.kr. til eftirfarandi verkefna:

  • Vernd persónuupplýsinga á vegum Landsambands ungmennafélaga,
  • Þjálfunarnámskeið framkomu og ræðumennsku á vegum Kristilegrar skólahreyfingar
  • Netfréttamiðillinn „Zetan“ á vegum Samfés
  • Leiðtogaskóli á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi

Nánari upplýsingar er að finna á vef Rannís sem annast umsýslu sjóðsins. Hann starfar á grundvelli æskulýðslaga og reglum um Æskulýðssjóð. Sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum tvisvar á ári og geta öll þau sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök sótt um.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta