Styrkveitingar til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra haustið 2022
Matvælaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra.
Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga einstaklinga, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða.
Við úthlutun er m.a. horft hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið við úthlutum má finna í úthlutunarreglum.
Hver einstakur styrkur getur numið allt að 10% heildarupphæð úthlutana.
Heildarupphæð sem ráðherra hefur til ráðstöfunar haustið 2022 er 10.000.000 kr.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. desember 2022.
Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem berast utan auglýsts tímafrests eða sem berast eftir öðrum leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Til að umsókn verði tekin gild skulu henni fylgja þær upplýsingar og gögn sem óskað er eftir á umsóknarvef.
Óska má eftir nánari upplýsingum um styrkina gegnum netfangið [email protected]