Hoppa yfir valmynd
2. desember 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

7,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll 2023

Ein af lykilforsendum fyrir velgengni Íslands eru greiðar samgöngur við umheiminn og öflugur alþjóðaflugvöllur,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á fundi ISAVIA þegar fyrirtækið kynnti farþegaspá sína fyrir árið 2023. Þar er gert ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári sem er þriðji mesti fjöldi farþega um völlinn á einu ári frá upphafi. Þá er því spáð að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands árið 2023 en aðeins einu sinni áður hafa fleiri komið til landsins á einu ári eða 2,3 milljónir metárið 2018.

Ráðherra opnaði fundinn og lagði áherslu á mikilvægi þess að styrkja innviði og umgjörð ferðaþjónustunnar í góðri samvinnu allra. Gott gengi ferðaþjónustunnar skiptir miklu máli en hún er sú atvinnugrein sem skapar mestan erlendan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Eftir mikinn samdrátt í upphafi heimsfaraldursins er það ferðaþjónustan á ný sem drífur hagvöxtinn áfram.

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur náð 95% af fyrri styrk frá því fyrir heimsfaraldur samanborið við 57% þegar horft er á ferðaþjónustu á heimsvísu samkvæmt tölum frá Alþjóðaferðamálastofnuninni. Við getum verið stolt af þessum tölum og verið bjartsýn, sagði ráðherra sem benti á stjórnvöld ákváðu auka talsvert við fjárfestingar í innviðum, bæði í samgöngum og á ferðamannastöðum í faraldrinum svo Ísland yrði betur í stakk búið til taka á móti fleiri gestum á

Ferðaþjónustan hefur náð vopnum sínum og er á ný stærsta útflutningsstoð íslenska hagkerfisins. Síðustu fjóra ársfjórðunga  skilaði greinin 411 mö.kr. í útflutningstekjur eða tæpum fjórðungi heildarútflutningstekna þjóðarbúsins. Á sama tíma skilaði álútflutningur 396 mö.kr. (24% af heild) í tekjur, sjávarafurðir 337 mö.kr. (20% af heild), aðrar iðnaðarvörur 155 mö.kr. (9% af heild) og annar útflutningur vöru og þjónustu 377 mö.kr. (23% af heild).

Þá hefur Hagstofan birti nýlega tölur um þjónustuviðskipti við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Heildarverðmæti þjónustuútflutnings nam ríflega 153 mö.kr. sem er 96,5 milljarða króna aukning milli ára eða sem nemur 58%. Þar er aukningin borin uppi af auknum útflutningstekjum ferðaþjónustunnar sem jukust alls um ríflega 81 ma.kr. milli ára en tekjur af ferðalögum jukust um 48,3 ma.kr. (55%) og tekjur af farþegaflutningum með flugi um 32,7 ma.kr. (171%).

 

 

Hlutafé Isavia var aukið í heimsfaraldrinum til þess styðja við uppbyggingu og gera Keflavíkurflugvöll betur í stakk búinn til takast á við endurheimtina sem skilaði sér í sumar á meðan flugvellir víða um heim voru í vandræðum,“ sagði ráðherra

 

Hér er hægt horfa á fundinn í heild sinni.

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta