Hoppa yfir valmynd
6. desember 2022 Forsætisráðuneytið

Fimm af níu tilmælum GRECO varðandi æðstu handhafa framkvæmdavalds innleidd að fullu

Eftirfylgniskýrsla um aðgerðir Íslands vegna fimmtu úttektar GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, hefur verið birt. Úttektin sem var samþykkt í mars 2018 náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdavalds og hins vegar til löggæsluyfirvalda.

Af þeim níu tilmælum sem varða æðstu handhafa framkvæmdavalds hafa fimm verið innleidd að fullu og fern tilmæli að hluta. Þau tilmæli sem ekki hafa verið innleidd að fullu snúa að:

  • samræmingu siðareglna og eftirliti með framfylgd þeirra,
  • skilvirkum ferlum til að efla vitund um opinber heilindi,
  • leiðbeiningum um samskipti við hagsmunaaðila,
  • verklagsreglum um eftirlit í tengslum við skráningu fjárhagslegra hagsmuna sem og að viðurlög fylgi brotum gegn reglum um skyldu til skráningar.

Unnið er að aðgerðum í forsætisráðuneytinu svo hægt sé að uppfylla fyrrnefnd tilmæli. Íslensk stjórnvöld þurfa að upplýsa um innleiðingu þeirra tilmæla sem út af standa fyrir 31. desember 2023.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta