Hoppa yfir valmynd
14. desember 2022 Dómsmálaráðuneytið

Um fólk á flótta og verndarumsóknir

Jóladagatal Sjónvarpsins - myndRÚV

Útlendingastofnun hefur birt sérstakar upplýsingar á vef sínum í tengslum við Jóladagatalið sem sýnt er í ríkissjónvarpinu í aðdraganda jóla. Á vef Útlendingastofnunar segir að Jóladagatal RÚV í ár fjalli meðal annars um fólk á flótta. Það sé vel tímasett því aldrei áður hafi jafn margir flúið til Íslands eins og árið 2022. Það þýði sömuleiðis að aldrei áður hafi jafnmörg börn á Íslandi átt bekkjarsystkin og nágranna sem þurft hafi að flýja heimalönd sín.

Á vef stofnunarinnar er bent á að fullorðna fólkið í þáttunum virðist oft ekki eiga nein svör við spurningum krakkanna í þáttunum. Þess vegna hafi Útlendingastofnun tekið saman upplýsingar í tengslum við efni þeirri þátta sem fjalla um málefni flóttafólks. Er vonast til þess að upplýsingarnar nýtist sem grunnur að góðum samtölum á aðventunni og í framtíðinni.

Tölum um fólk á flótta – vefur Útlendingastofnunar

 

Upplýsingavefur um verndarmál

Á vef stjórnarráðsins er einnig að finna aðgengilegt efni um sama málefni undir heitinu Upplýsingavefur um verndarmál. Þar eru í stuttu og einföldu máli talin upp helstu lög og reglur sem gilda um komu útlendinga til landsins og hvert ferli verndarumsókna er. Sömuleiðis er þar að finna skýra og einfalda tölfræði um fjölda þeirra sem sækja um og hvaðan þeir koma.

Upplýsingavefur um verndarmál – vefur stjórnarráðsins

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta