Hoppa yfir valmynd
15. desember 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Stýrihópur um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir og heilbrigðistækni í heilbrigðisþjónustu. Hópurinn verður samráðsvettvangur og ráðuneytinu til ráðgjafar við að móta stefnu og framtíðarsýn á þessu sviði.

Hópnum er meðal annars ætlað að fjalla um framtíð vefgáttarinnar heilsuveru og byggja grunn að miðlægu gagnasafni ópersónulegra upplýsinga til að styðja við ákvarðanatöku og stefnumótun í málaflokknum. Ennfremur mun hann fjalla um fjárfestingar í tækni- og hugbúnaði og samþættingu gagnagrunna og notendaviðmóts hjá stofnunum heilbrigðiskerfisins.

Hópnum er ætlað að vinna tillögu að stefnu um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Við stefnumótunarstarfið skal byggt á heilbrigðisstefnu til ársins 2030, stafrænni stefnu heilbrigðisráðuneytisins og tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar um stafrænt Ísland.

Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn muni kalla til sín aðra hag- og samstarfsaðila eftir þörfum, svo sem frá Sjúkratryggingum Íslands, Lyfjastofnun, Samtökum iðnaðarins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Nýjum Landspítala og notendaráði heilbrigðisþjónustunnar.

Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu er formaður stýrihópsins. Aðrir fulltrúar í hópnum eru:

  • Arnar Bergþórsson, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, án tilnefningar
  • Ingi Steinar Ingason, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Alma D. Möller, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Dagný Jónsdóttir, tilnefnd af Samtökum heilbrigðisfyrirtækja
  • Sigurður E. Sigurðsson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Björn Jónsson, tilnefndur af Landspítala
  • Hanna Kristín Guðjónsdóttir, tilnefnd af Landspítala
  • Agnar Guðmundsson, tilnefndur af Landssambandi heilbrigðisstofnana
  • Ingibjörg Eyþórsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

Stýrihópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra til næstu fjögurra ára.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta