Hoppa yfir valmynd
16. desember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Lagafrumvarp samþykkt: Stefnt á ríflega 50% fjölgun NPA-samninga

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem tengist þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Gert er ráð fyrir að allt að 50 manns muni á næsta ári geta bæst í þann hóp sem nýtir sér NPA, notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 44 á biðlista.

Í dag eru um 95 NPA-samningar í gildi og stefnt er á að þeir verði allt að 145 á næsta ári, miðað við uppgefnar forsendur. Það er ríflega 50% fjölgun.

Jafnframt er gert ráð fyrir að samningarnar verði allt að 172 árið 2024.

NPA er þjónustuform sem byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf fatlaðs fólks og hefur það markmið að tryggja mannréttindi þess á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, enda gerir það fötluðu fólki kleift að ráða hvar og með hverjum það býr. Þannig stýra þau hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.

„Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að við ætlum að fjárfesta í fólki og meðal annars festa í sessi framtíðarfyrirkomulag NPA-þjónustu. Lögin sem nú hafa verið samþykkt á Alþingi eru liður í því. Þetta skiptir miklu, enda brýnt að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta