Hoppa yfir valmynd
16. desember 2022 Innviðaráðuneytið

Umræðan skerpir skilninginn

Umræða um málefni hinsegin fólks getur á köflum vafist fyrir ýmsum og mörg eru hrædd við að gera mistök eða ruglast í notkun hugtaka. Það getur leitt til þess að fólk forðist umræðuefnið. Sem er miður. Hér á það við eins og svo oft áður; umræðan skerpir skilninginn. Innviðaráðuneytið leggur sitt af mörkum í þessu efni og á dögunum bauð það kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til tveggja fræðslufunda um málefni hinsegin fólks. Markmiðið var að auka þekkingu á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks.

Það var einkum starfsfólk leik- og grunnskóla sem sótti sér fræðslu. Ljóst er að meðal þess er mikill áhugi og metnaður til þess að tryggja öryggi og vellíðan hinsegin nemenda. Fræðslan fór fram á netinu og fjölmargir skráðu sig til leiks. Um 140 tóku þátt í fundunum og a.m.k. 150 hafa horft á upptöku. Fræðslustýra Samtakanna ´78, Tótla I. Sæmundsdóttir sá um fræðsluna.

Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Hinsegin fólk þarf að eiga greiða leið að þjónustu í sínu nærumhverfi. Þjónusta og viðmót á að vera laust við fordóma og mismunun en bein og óbein mismunun og útilokun getur stafað af þekkingarskorti. Til að bæta stöðuna og draga úr fordómum og þekkingarskorti er mikilvægt að efla þekkingu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sem sinnir þjónustu við almenning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta