Hoppa yfir valmynd
19. desember 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ingibjörg Halldórsdóttir skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs

Ingibjörg Halldórsdóttir - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar. Ingibjörg hefur verið settur framkvæmdastjóri þjóðgarðsins frá 1. september síðast liðnum.

Ingibjörg Halldórsdóttir hefur fjölþætta og umfangsmikla stjórnunarreynslu á fjölbreyttum vettvangi og áralanga reynslu af því að vinna í opinberri stjórnsýslu sem og af því að starfa við náttúruvernd og önnur umhverfismál. Ingibjörg er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi 2002. Þá er hún með MBA gráðu frá Háskóla Íslands

Áður en Ingibjörg var settur framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs starfaði hún sem lögfræðingur þjóðgarðsins frá árinu 2021. Hún starfaði á lögfræðistofunni LAND lögmenn (2017-2021), var sviðsstjóri lögfræðisviðs Mannvirkjastofnunar (2011-2017), lögfræðingur hjá Háskóla Íslands (2008-2011) og sem lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu (2001-2008) þar sem hún var staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu laga og stjórnsýslu.

Ingibjörg er gift Steinþóri Darra Þorsteinssyni og eiga þau þrjú börn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta