Hoppa yfir valmynd
21. desember 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Átta verkefni fá styrk úr Fléttunni

Fulltrúum átta sprotafyrirtækja hefur verið boðið að ganga til samninga um styrki úr Fléttunni. Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins almennt. 

Áhersla var lögð á að úthluta styrkjum sem styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðistækni, -vörum og -þjónustu og gat hver styrkur numið allt að 10 m.kr. Styrkveiting er háð því skilyrði að umsækjendur eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. 

Alls bárust 59 umsóknir um styrk úr Fléttunni og var heildarupphæð umbeðinna styrkja alls 521 m.kr. Augljóst má vera af fjölda umsókna að áhugi á Fléttunni var mikill og voru verkefnin af fjölbreyttum toga. Sjálfvirknivæðing, gervigreind, stafræn skráning, fjarlækningar og fjárhagslegar umbætur í rekstri voru, meðal annarra, efnistök umsókna sem bárust í Fléttuna. 

Sérstakt fagráð skipað af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis lagði mat á umsóknir og hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, samþykkt tillögur þess.

Það er greinilega mikil gróska í nýsköpun á þessu sviði. Ég vonast til þess að þetta nýja samstarf sérfræðinga á sviði heilbrigðisþjónustu og nýsköpunarlausna muni skapa fjölþættan ávinning fyrir samfélagið. Bæði bæta þjónustu og gera hana hagkvæmari,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk úr Fléttunni að þessu sinni. Áætlað er að auglýst verði eftir styrkjum á ný árið 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta