Hoppa yfir valmynd
22. desember 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytið styrkir samtök sem styðja við þolendur ofbeldis

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að veita sex stofnunum og samtökum styrk nú í aðdraganda jóla. Þær stofnanir eða samtök sem um ræðir eru Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfið, Rótin/Konukot, Sigurhæðir og Stígamót og rennur ein milljón króna til hverrar stofnunar eða alls um 6 milljónir króna.

Markmiðið með styrkjunum er að styrkja þá starfsemi sem styður við þolendur ofbeldis og konur í viðkvæmri stöðu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta