Hoppa yfir valmynd
22. desember 2022 Utanríkisráðuneytið

Samstarf utanríkisráðuneytisins og Fulbright stofnunarinnar um norðurslóðir endurnýjað

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar. - myndUtanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Menntastofnunar Íslands og Bandaríkjanna, Fulbright stofnunarinnar, um fræðastyrki í norðurslóðafræðum var endurnýjaður í utanríkisráðuneytinu í dag.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar, undirrituðu samninginn sem er til þriggja ára.

Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið komu fræðimanna á sviði norðurslóðarannsókna og nemur styrktarupphæðin 25 þúsund bandaríkjadölum árlega.

Samningurinn er gerður með hliðsjón af stefnu Íslands í málefnum norðurslóða og áherslum íslenskra stjórnvalda á að efla samstarf við önnur ríki um þau málefni. Honum er ætlað að styrkja samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og vísinda í málefnum norðurslóða.

Síðastliðin átta ár hafa átta bandarískir fræðimenn komið og sinnt kennslu og rannsóknum á sviði norðurslóða við íslenska háskóla.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta