Hoppa yfir valmynd
23. desember 2022 Dómsmálaráðuneytið

Helgi Jensson skipaður lögreglustjóri á Vestfjörðum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.

Helgi lauk meistaraprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. Hann lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun árið 2018 og hefur auk þess sótt sér ýmiskonar viðbótarmenntun bæði við endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og Lögregluskóla ríkisins.

Á árunum 1989-2006 starfaði Helgi hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði við störf löglærðs fulltrúa, þ.m.t. dómstörf sem þá voru á hendi sýslumanna, utan áranna 1998-1999 þegar hann starfaði við eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Frá árinu 1992 gegndi Helgi stöðu staðgengils sýslumanns á Seyðisfirði. Árið 2006 færði Helgi sig yfir til embættis sýslumanns á Eskifirði þar sem hann gegndi stöðu fulltrúa og staðgengils sýslumanns fram til ársins 2014 og starfaði þar m.a. við lögreglustjórn, stjórnun rannsókna lögreglumála og saksókn auk hefðbundinna verkefna er undir sýslumann heyra.

Frá árinu 2015 hefur Helgi gegnt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið tímabundið settur sýslumaður í nokkur skipti sem og settur héraðsdómari á Austurlandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta