Hoppa yfir valmynd
28. desember 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Skipað í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára

  - myndStjórnarráðið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Hlutverk vísindasiðanefndar er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði til að tryggja að þær samræmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Nýr formaður nefndarinnar er Þorvarður Jón Löve.

Vísindasiðanefnd er skipuð sjö aðalmönnum og sjö fulltrúum til vara. Skipun nefndarinnar er sem hér segir: 

Aðalmenn

  • Þorvarður J. Löve, skipaður án tilnefningar, formaður
  • Áslaug Einarsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Kári Hólmar Ragnarsson, tilnefndur af forsætisráðuneytinu
  • Helga Ögmundsdóttir, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Sveinn Hákon Harðarson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands
  • Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

Varamenn

  • Sigurður Guðmundsson, skipaður án tilnefningar
  • Sigurdís Haraldsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Ólöf Embla Eyjólfsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu
  • Stefán Baldursson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Ólöf Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands
  • Eyja Margrét Brynjarsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta