Hoppa yfir valmynd
29. desember 2022 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sjónvarpsþættir um skaðsemi hatursorðræðu

Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Ketchup Productions, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu. Greiðslur ráðuneytanna vegna verkefnisins nema alls fimm milljónum króna.

Sjónvarpsþættirnir verða sýndir á RÚV og miða að því að fræða ungmenni um hatursorðræðu. Um fjóra þætti er að ræða sem verða meðal annars notaðir við kennslu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta