Hoppa yfir valmynd
31. desember 2022 Forsætisráðuneytið

Áramótaávarp forsætisráðherra 2022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótaávarp sitt í kvöld. Meðal þess sem forsætisráðherra ræddi í ávarpinu var launamunur kynjanna, staða íslenskrar tungu, líðan barna og ungmenna og velsæld landsmanna.

Forsætisráðherra ræddi einnig um þær hörmungar sem úkraínska þjóðin hefur gengið í gegnum í kjölfar innrásar Rússlands.

Þá minnti forsætisráðherra á að loftslagsváin sé enn yfir og allt um kring. Hin risavaxna áskorun sé að tryggja að jöfnuður og réttlæti verði leiðarljós við nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Áramótaávarp forsætisráðherra 2022

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta