Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Kvísker í Öræfum. - myndVeðurstofan/Árni Sigurðsson

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2023.

Horft verður sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkina.

Umsóknum skal fylgja:

  • Greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
  • Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins.
  • Upplýsingar um helstu samstarfsaðila.
  • Fjárhagsáætlun verkefnisins, fjárhæð sem sótt erum og upplýsingar um framlag samstarfsaðila.
  • Áform um kynningu á niðurstöðum verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi til ritara sjóðsstjórnar, Þórunnar Elfu Sæmundsdóttur hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, merktar Kvískerjasjóður, á netfangið: [email protected]

Áætlað er að tilkynna um styrkveitingar fyrir lok mars og verður öllum umsóknum svarað.

Nánari upplýsingar veitir Hafdís Roysdóttir formaður sjóðsstjórnar í síma: 845 4559 eða á netfangi: [email protected]

 

Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu.  Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu með veitingu rannsóknarstyrkja til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana.

 

Nánari upplýsingar um Kvískerjasjóð og störf hans er að finna á www.kviskerjasjodur.is


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta