Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Nýtt sjúkrahússapótek á Akureyri tekið í notkun á árinu

Nýtt sjúkrahússapótek á Akureyri tekið í notkun á árinu - myndMynd: Sjúkrahúsið á Akureyri

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri 80 milljónir króna sem gerir kleift að ljúka framkvæmdum við nýtt sjúkrahússapótek spítalans. Framlagið kemur til viðbótar 120 milljónum króna sem ráðherra tryggði til verkefnisins í fyrra. Framkvæmdir hafa gengið vel og er þess vænst að hægt verði að ljúka þeim og hefja starfsemi í nýju sjúkrahússapóteki á þessu ári. 

Ríkar kröfur eru gerðar um aðstæður og skilyrði á sjúkrahússapótekum til að tryggja öryggi starfsfólks og sjúklinga. Þar fer t.d. fram blöndun frumubreytandi lyfja við krabbameinum og viðlíka verkefni sem kalla á sérhæfðar og öruggar aðstæður. Með nýju húsnæði verða aðstæður eins og best verður kosið og í samræmi við gildandi staðla um starfsemi af þessu tagi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta